Hlutverk íslenskra framhaldsskóla í sjálfboðaliðamenningu ungmenna

  • Marta Magnúsdóttir 1993-
ORKG logo View in ORKG
Publication date
May 2018

Abstract

Tækifæri til menntunar liggja víða. Í þessari rannsókn verður vettvangur sjálfboðastarfs kannaður með nám og menntun framhaldsskólanema í huga. Rannsóknir benda til þess að persónulegur ávinningur ungmenna af því að taka þátt í sjálfboðastarfi tengist ýmsum atriðum sem falla undir lögbundið hlutverk íslenskra framhaldsskóla. Safnað var saman hugmyndum nemenda um hlutverk íslenskra framhaldsskóla í sjálfboðaliðamenningu ungmenna, með hliðsjón af lögbundnu hlutverki framhaldsskóla. Gagnaöflun fór fram í fjórum lotum þar sem könnun var lögð fyrir 81 ungmenni á aldrinum 16-22 ára og rætt var nánar við 8 17-20 ára framhaldsskólanema. Niðurstöður benda til þess að vettvangur sjálfboðastarfa sé mikilvægur vettvangur menntunar og falli vel að þei...

Extracted data

We use cookies to provide a better user experience.