Verkefninu var ætlað að treysta upplýsingagjöf um svínakjöt í íslensku Kjötbókinni og Íslenska gagnagrunninum um efnainnihald matvæla (ÍSGEM), hvort tveggja eru mikið notaðar upplýsingaveitur á vefsíðu Matís. Jafnframt fá svínabændur og kjötvinnslufyrirtæki upplýsingar fyrir upplýsingagjöf og merkingar matvæla. Sýna af eftirtöldum 9 grísaafurðum var aflað: hryggjum, lundum, innralærum, Bayon skinkuefni, bógum, hnökkum, síðum, gúllasi og hakki. Gerðar voru mælingar á þeim efnum sem nauðsynleg eru fyrir næringaryfirlýsingar, þar með taldar fitusýrur. Jafnframt voru gerðar mælingar á B1- og B12-vítamínum. Hlutfall fjölómettaðra fitusýra var hátt í kjötinu og var það einkum vegna hárra gilda fyrir ómega-6 fitusýruna C18:2n6. Kjötið reyndist frá...