Publisher Copyright: © 2023 Laeknafelag Islands. All rights reserved.Fimmtíu ára karlmaður kom með sjúkrabíl á bráðamóttökuna út af skyndilegum kviðverk. Við komu var hann kaldsveittur, fölur og með hraðan hjartslátt. Framkvæmd var tölvusneiðmynd sem sýndi stóra aftanskinublæðingu og grun um æxli í vinstri nýrnahettu. Ástand hans varð fljótt stöðugt eftir vökva- og blóðgjöf, en endurblæðing átti sér stað rúmlega viku eftir útskrift og sýndi þá ný tölvusneiðmynd sýndargúlp í iðrum frá vinstri mið-nýrnahettuslagæð. Í æðaþræðingu tókst að loka sýndargúlpnum með slagæðastíflun. Sjúklingurinn útskrifaðist í kjölfarið við góða líðan, en framkvæmd var segulómskoðun í eftirfylgd eftir frásog blæðingar sem hins vegar hrakti gruninn um æxli í nýrnahe...