Í þessari ritgerð er leitast við að skoða og skilgreina hvað loftslagsbreytingar séu og hvaða áhrif þær hafa á heiminn allan og samfélög hans. Í kjölfarið á því er litið til umhverfislistar og reynt að gera betur grein fyrir nákvæmlega hvert inntak hennar er og setja hana í samhengi við hlýnun jarðar. Til hliðsjónar eru sýningar Ólafs Elíassonar sem snerta oft á umhverfismálum. Sömuleiðis er litið til safnanna Listasafns Reykjavíkur og Tate Modern sem bæði hafa hýst nokkrar sýningar eftir listamanninn. Þá verður leitast við að skoða samfélagslegt hlutverk þeirra í tengslum við loftslagsbreytingar og hvernig og hvaða áhrif sýningar, eins og þær sem Ólafur var með á söfnunum, geta haft í samfélaginu. Að lokum verður litið til þess hvernig söf...