Lifun einstaklinga sem hafa sögu um lifrarbólgu C smit og vímuefnaneyslu í æð

  • Þorgerður Einarsdóttir 1997-
Publication date
June 2022

Abstract

Inngangur: Smit með lifrarbólgu C veiru (HCV) getur valdið langvinnri sýkingu, skorpulifur og lifrarkrabbameini, auk annarra fylgikvilla. Í hátekjulöndum er algengast að veiran smitist með óhreinum sprautunálum og því eru einstaklingar sem nota vímuefni í æð útsettur hópur. Árið 2016 hófst hér á landi meðferðarátak gegn lifrarbólgu C þar sem leitast var við að greina alla sem bjuggu hér og veita þeim tafarlausa lyfjameðferð með nýjum sértækum veirulyfjum. Í þessari rannsókn er leitast við að kanna tengsl HCV smits og lifunar einstaklinga sem nota vímuefni í æð. Efniviður og aðferðir: Gögn voru fengin frá Sjúkrahúsinu Vogi og fengust þaðan upplýsingar um 2.388 einstaklinga sem greindu frá notkun vímuefna í æð við innlögn tímabilið 01....

Extracted data

We use cookies to provide a better user experience.