Áhrif tálmunar á ákvarðanir í forsjár-, lögheimilis- og umgengnismálum

  • Sandra Sif Sverrisdóttir 1989-
Publication date
November 2021

Abstract

Í barnalögum er kveðið á um skyldu þess foreldris sem barn býr hjá að stuðla að því að barnið njóti umgengni við hitt foreldri sitt ef umgengni er ekki andstæð högum og þörfum barnsins að mati dómara eða lögmælts stjórnvalds. Samkvæmt þessu er ekki gert ráð fyrir að foreldri geti einhliða takmarkað eða stöðvað umgengni barnsins við hitt foreldri sitt. Í lögunum er jafnframt kveðið á um að það að hafa forsjá barns feli m.a. í sér þá skyldu að vernda barnið sitt gegn hvers kyns ofbeldi og annarri vanvirðandi háttsemi. Skyldurnar sem þarna geta vegast á eru vissulega báðar mikilvægar. Ef annað foreldri dregur úr eða tekur fyrir umgengni sem ákveðin hefur verið, ýmist af foreldrum, dómara eða stjórnvaldi, þá lítur hitt foreldrið oft svo á að um...

Extracted data

We use cookies to provide a better user experience.