Byggingarefnið torf. Meira en þúsund ára umgjörð íslenskrar mannvistar

  • Sigríður Sigurðardóttir 1954-
Publication date
January 2021

Abstract

Á bak við ritgerðina er eigindleg rannsókn þar sem leitað var svara um hvers vegna og hvernig torf var notað sem byggingarefni í híbýlum manna og hvort þróun þeirra gæti hafa verið háð því efni? Áherslan er á torf en hér er einnig fjallað um önnur þau efni sem torfbyggingar voru byggðar úr, sem var grjót og timbur, í tilraun til að ná fram heildarmynd á efnisöflun og hleðslugerðir. Skoðað er hvernig efnisins var aflað, hvernig það var meðhöndlað og hvernig unnið var úr því. Megin heimildir um þetta koma frá heimildarmönnum Þjóðháttasafns Þjóðminjasafns Íslands, sem lýsa öflun efnisins og torf- og grjóthleðslu á tímabilinu 1900-1940. Kynnst er helstu aðferðum á bak við torfbyggingar og hvort þær hafi að einhverju marki verið landshlutabundna...

Extracted data

We use cookies to provide a better user experience.