Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenAtburðirnir 11. september 2001 og mánuðina þar á eftir höfðu djúpstæð áhrif á viðhorf manna til hryðjuverka. Hefðbundnar hugmyndir um varnar- og öryggismál hafa verið endurskoðaðar. Hryðjuverkum er nú á dögum beint gegn almenningi með þeim hætti að hefðbundinn hernaður kemur ekki að notum. Óttast er að sýkla- og eiturefnavopnum sem engan veginn hafa verið óþekkt verði nú beint gegn fólki. Markmiðið með hryðjuverkum, eða ofurhryðjuverkum eins og farið er að kalla þau, er núorðið að valda sem mestu manntjóni og skiptir þá líf hryðjuverkamannsins sjálfs engu máli. Eina raunhæfa leiðin til að bregðast við afleiðingum slíkra atburða af völdum sýkla og...