Viðfangsefni verkefnisins er að skoða hvort markmið íslenskra stjórnvalda í umhverfismálum sem snúa að orkuskiptunum í almenningssamgögnum séu raunhæf og framkvæmanleg. Farið verður í hugtök og kenningar hagfræðinnar til þess að greina rætur loftslagsvandans í heiminum. Mikil umræða meðal almennra borgara, sem og stjórnmálamanna hefur myndast í kjölfar aukinnar hlýnunar og skertra loftgæða undanfarin ár. Fræðimenn hafa sett fram ýmsar lausnir á vandanum, ein þeirra eru orkuskiptin úr aflgjöfum sem knúnir eru áfram af jarðefnaeldsneyti yfir í aflgjafa sem ganga fyrir rafmagni. Ýtarleg greining verður gerð á núverandi stöðu vistvænna ökutækja á Íslandi og framtíðarhorfum þeirra. Helstu vandamál stjórnvalda verða kynnt og komið verður með till...