Þessi ritgerð beinir sjónum að samstarfi þroskaþjálfa og talmeinafræðinga með áherslu á málörvun leikskólabarna. Ritgerðin felur í sér fræðilegan bakgrunn og eigindlega rannsókn sem byggir á viðtölum við tvo talmeinafræðinga og tvo þroskaþjálfa. Allir viðmælendur hafa þó nokkra starfsreynslu þegar kemur að börnum með frávik í máli eða tali. Markmið rannsóknarinnar er þríþætt: Í fyrsta lagi, að skoða hvernig samstarfi á milli þroskaþjálfa og talmeinafræðinga er háttað, í öðru lagi að skoða hvort samstarfið geti stuðlað að minni aðgreiningu í málörvun og í þriðja lagi, að skoða hvort þróa mætti samstarfið til hagsbóta fyrir börnin. Niðurstöður rannsóknarinnar gáfu vísbendingar um að samstarfið væri mikilvægt en ekki nægilegt. Í ljós kom að en...