Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenFimmtíu og tveggja ára kona leitaði til læknis í janúar 1998 vegna hita og hósta. Hún var talin vera með lungnabólgu og meðhöndluð með sýklalyfjum. Einkennin hurfu en á röntgenmynd af lungum sem tekin var sem hluti af eftirliti sást stakur hnútur í vinstra lunga (mynd 1). Tekin var tölvusneiðmynd af brjóstholi sem sýndi marga litla hnúta dreifða um bæði lungu og voru þeir stærstu allt að 1,5 sm að stærð (mynd 2). Ómskoðun af lifur, beinaskann, brjóstamyndataka og kvenskoðun leiddu ekki í ljós neinar meinsemdir sem líktust æxlum. Einn hnútanna í hægra lunga þótti liggja vel við ástungu gegnum brjóstvegg og var það reynt tvívegis án þess að nægileg...