Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenUm margra ára skeið hefur staðið yfir handahófskenndur niðurskurður á heilbrigðisþjónustu Íslendinga. Aðgerðirnar hafa haft víðtæk áhrif og um hver áramót bíða stjórnendur heilbrigðisstofnana í ofvæni eftir afgreiðslu fjárlaga, sem taka gildi nánast um leið og afgreiðslu er lokið. Niðurstaðan verður ætíð sú sama; darraðardans undanfarinna ára skal stiginn enn um sinn, hefja þarf aðgerðir til að draga úr starfseminni eða loka einstökum deildum og uppsagnir starfsfólks virðast óhjákvæmilegar. Mikið af tíma stjórnenda stofnana fer í aö skipuleggja samdrátt og lokanir en lítil tækifæri gefast til markvissrar uppbyggingar. Afleiðingin verður megn óánæ...