Í umsögn gagnrýnanda kemur meðal annars eftirfarandi fram: Bók Guðmundar er skemmtileg. Hún er ágætt innlegg í mun dýpri umræðu sem þarf að fara fram um þróun íslensks samfélags á undanförnum árum og í framtíðinni, sérstaklega í ljósi þess áfalls sem riðið hefur yfir þjóðina síðan bókin kom út... Þrátt fyrir að það sé hárrétt hjá Guðmundi að margt hafi misfarist á nýja Íslandi og græðgi, sérgæska og fyrirhyggjuleysi geti, eins og komið hefur á daginn, steypt þjóðinni í mikil vandræði stenst umfjöllunin um hin mikla mun milli gamla og nýja Íslands ekki nánari skoðun. Hann dregur upp of jákvæða mynd af því gamla og neikvæða af því nýja. ...Hann dregur fram mörg dæmi um óhóflega eyðslu auðmanna og hvernig þeir féllu kylliflatir í gryfj...