Bókin Náttúra, vald og verðmæti eftir Ólaf Pál Jónsson heimspeking kom út sumarbyrjun 2007. Bókin er safn ritsmíða þar sem höfundur glímir við ýmsar grundvallarspurningar um samband manns og náttúru, verðmætamat og meðferð valds í lýðræðissamfélagi. Höfundur leitast við að fjalla á áhugaverðan hátt um viðfangsefnin frá sjónarhóli náttúruverndar, siðfræði og stjórnmála. Sjónum er beint að hugtökum eins og náttúra, umhverfi, framfarir, lýðræði, eignarréttur og sjálfbærni - og í ljósi þeirra fjallað um ýmsar ákvarðanir og atburði sem varða náttúruvernd og lýðræði á líðandi stund. Bókarkaflarnir fimmtán eru ólíkir bæði að inntaki og lengd og raðað í fjóra bókarhluta eftir efni. Sumir eru eins og brot úr minningum höfundar en í öðrum birtast djú...