Ritgerð þessi fjallar um hvaða þekkingu kennari þarf að hafa til þess að geta mætt þörfum nemenda með athyglisbrest með eða án ofvirkni (Attention-deficit/hyperactivity disorder). Í skrifum þessum verður stuðst við ensku skammstöfunina ADHD. Markmið verkefnisins er að rannsaka mikilvægi þekkingar grunnskólakennara í skólastarfi á Íslandi í dag á ADHD, sérstaklega í ljósi þess að ætlast er til að grunnskólar vinni eftir stefnu skóla án aðgreiningar. Við vinnslu þessarar ritgerðar aflaði ég mér þekkingar um ADHD, greiningu þess og meðferð ásamt þeim stefnum , lögum og reglugerðum sem grunnskólar á Íslandi starfa eftir. Í framhaldi af því rannsakaði ég menntun grunnskólakennara og aflaði upplýsinga um nemendur með ADHD í grunnskólum og hvaða...