Verkefnið er lokaðÞessi ritgerð er lokaverkefni til B.Ed.-gráðu við kennaradeild Háskólans á Akureyri. Ritgerðin fjallar um skapandi starf barna í leikskóla og mikilvægi þess að þau fái tækifæri til að upplifa náttúruna og umhverfið út frá eigin forsendum. Með þeim hætti eflist hugmyndaflug og sköpunarþörf barna. Við skipuleggjum þemaverkefni um fjöruna sem ætlað er elstu börnum í leikskóla og rökstyðjum faglega umfjöllun okkar með Aðalnámskrá leikskóla til grundvallar. Auk þess er stuðst við kenningar fræðimannanna John Dewey, Jerome Bruner, Jean Piaget, Lev Vygotsky, Elliot Eisner og Howard Gardner en þeir leggja áherslu á virkni barnsins og áhuga. Þemaverkefnið byggist á kennsluaðferðum félagslegrar hugsmíðahyggju og könnunaraðferðarinn...