Suðurland : námsspil um örnefni á Suðurlandi

  • Hermína Íris Helgadóttir
Publication date
June 2010

Abstract

Þessi greinargerð fylgir með lokaverkefni mínu til B.Ed.- prófs við Háskóla Íslands í júní 2010. Verkefnið er námsspil sem er ætlað eldri bekkjum grunnskóla, alveg niður í 6. bekk. Spilið gengur út á að finna örnefni á Suðurlandi, annaðhvort út frá beinum spurningum eða vísbendingaspurningum. Það inniheldur um 250 spurningaspjöld, spilaborð, 1 tening og spilareglur. Í greinargerðinni er farið í gegnum spil sem kennsluaðferð, gagnsemi þeirra í kennslu og grenndarkennslu í grunnskólum. Tilgangur spilsins er að efla grenndarvitund nemenda og áhuga þeirra á því sem er í næsta nágrenni við þau

Extracted data

We use cookies to provide a better user experience.