Rafvæðing bókarinnar. Nútíð og framtíð rafbóka á Íslandi.

  • Kolbrún Þóra Eiríksdóttir 1988-
Publication date
September 2012

Abstract

Tækniþróun síðustu ára hefur orðið til þess að æ fleiri lesendur um allan heim finna ekki lengur lyktina af eða heyra brakið í blaðsíðunum í nýrri bók sem þeir hafa keypt sér. Nú á tímum eru rafbækur raunverulegur valkostur þegar kominn er tími til að kaupa nýja bók, alla vega í hinum enskumælandi heimi. Á Íslandi hefur þróunin gengið hægar fyrir sig. Fyrsta íslenska rafbókin kom út fyrir síðustu jól, síðan þá hefur þeim ört farið fjölgandi og sífellt bætast við vefsíður þar sem hægt er að festa kaup á rafbókum. Rafbækur eru engu að síður tiltölulega nýr miðill og ennþá í mótun. Ennþá er óljóst hvaða áhrif þessi tækni hefur á hversdagslíf okkar, aðgengi að upplýsingum, gögn til kennslu, sölu hefðbundinna prentaðra bóka, lestur ungs fólks,...

Extracted data

We use cookies to provide a better user experience.