Dreifing og fjöldi meinvarpa í sjúklingum sem greinast með nýrnafrumukrabbamein

  • Ívar Marinó Lilliendahl 1990-
Publication date
June 2013

Abstract

Inngangur: Nýrnafrumukrabbamein (NFK) er langalgengasta illkynja æxlið í nýrum og nýgengi þess er vaxandi, aðallega vegna tilviljanagreindra æxla sem finnast við myndrannsóknir á kviðarholi. Helmingur NFK-sjúklinga greinist þó með einkenni sjúkdómsins og stór hluti þeirra er með útbreiddan sjúkdóm við greiningu. Horfur sjúklinga með meinvörp eru oftast slæmar og fimm ára lifun er undir 10% . Á síðustu árum hafa þó komið fram ný lyf, svokölluð líftæknilyf, sem geta nýst sjúklinum með útbreitt NFK. Enn vantar upplýsingar um hvaða sjúklingahópum þessi lyf gagnast best. Þess vegna er mikilvægt að þekkja forspárþætti lifunar hjá sjúklingum með meinvörp, t.d. eftir því hvaða líffæri eiga í hlut og fjölda meinvarpa. Tilgangur rannsóknarinnar var þ...

Extracted data

We use cookies to provide a better user experience.