Áhrif hitastigs á tjáningu próteina í bleikjuhjörtum : greint með próteinmengjagreiningu

  • Guðrún Kristín Eiríksdóttir 1977-
Publication date
April 2012

Abstract

Próteinmengi tiltekinnar lífveru geymir allar upplýsingar um hana og breytist eftir því hvernig lífveran aðlagar sig að umhverfinu. Próteinmengi bleikju hefur lítið verið rannsakað og gagnagrunnar hafa því lítið af upplýsingum um bleikjuprótein. Hjarta bleikju stækkar með hækkandi umhverfishitastigi og hegðar sér því öðruvísi en í öðrum fiskum þar sem hjartað minnkar með hækkandi umhverfishita. Próteinmengjagreining er tækni sem notuð er til að rannsaka próteinmengi lífvera og hægt er að nota hana til þess að kanna hvernig tjáning próteina bregst við breyttum aðstæðum hverju sinni. Markmið þessa verkefnis var að rannsaka áhrif eldishitastigs á tjáningu próteina í bleikjuhjörtum. Hjartasýni úr bleikjum sem aldar höfðu verið við mismunandi ...

Extracted data

We use cookies to provide a better user experience.