Megin tilgangur rannsóknarinnar er að skilja betur stefnu og árangur íslenskra fyrirtækja á netinu og fylla það tómarúm sem virðist vera í rannsóknum á því sviði. Leitað var svara við sjö rannsóknarspurningum í megindlegri rannsókn á 100 stærstu fyrirtækjum landsins og er niðurstöðum lýst með lýsandi og ályktunartölfræði þar sem fylgni milli breyta var skoðuð með Pearson marktæktarprófi. Markmið rannsóknarinnar var að svara því hvort fyrirtæki á Íslandi hafi sett sér mælanleg markmið í markaðssetningu á netinu og mótað stefnu um hvernig eigi að ná þeim, hvaða tól þau nýta sér til samskipta við fólk á netinu, hvort notkun þeirra sé að skila mælanlegum árangri og hvort þau séu að hámarka árangur sinn í markaðssetningu á netinu. Einnig var ...