Inngangur: Faraldsfræði gauklasjúkdóma (GS) hefur ekki verið rannsökuð á Íslandi, en þekkt er að tíðni þeirra er breytileg milli landa. Gauklasjúkdómar geta leitt til lokastigsnýrnabilunar (LSNB) og dauða, en rannsóknir á framvindu eru mjög takmarkaðar. Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna faraldsfræði og framrás GS á Íslandi, meta þætti sem hafa áhrif á sjúkdómsframvindu og athuga hvort breyting hafi orðið á tíðni einstakra sjúkdóma. Aðferðir: Þetta var afturskyggn, lýðgrunduð rannsókn á einstaklingum sem greindust með GS með nýrnasýnistöku á árunum 1983-2002. Leitað var að öllum nýrnasýnum með greininguna GS í gagnagrunni meinafræðideildar Landspítala. Greining var byggð á niðurstöðu rannsóknar á nýrnasýni og klínískum þáttum. Upplýsi...