Hugmyndin á bak við þessa ritgerð er sú að bjóða upp á efni sem hægt er að nota í samfélagsfræðikennslu á miðstigi. Þessi greinargerð fjallar um heimabyggðina mína Skagaströnd, þar sem fram kemur hvernig uppbygging sjávarútvegsins var á Skagaströnd, hvernig Spákonufellshöfði myndaðist, hver Þórdís spákona var og hvað varð þess valdandi að byggð myndaðist í Kálfshamarsvík og fleira. Markmiðið með greinargerðinni er að búa til kennsluefni sem tengist sögu heimabyggðarinnar, hvernig uppbygging hennar var ásamt lífi fólksins hér áður fyrr. Þetta kennsluefni er sett fram í söguformi. Sagan fjallar um stelpu sem þarf að flytja tímabundið úr borg í sveit. Efninu fylgja hugmyndir um hvernig nýta má það í kennslu. Umfjöllun er um tvo þekkta fræði...