Í þessari ritgerð verður fjallað um skilgreiningar á hugtakinu mansali og hinar ólíku birtingarmyndir þess. Farið er yfir Palermó-samninginn sem var undirritaður árið 2001 fyrir tilstilli Sameinuðu þjóðanna til að efla baráttu gegn mansali. Skoðaðar verða skilgreiningar mansals í samningnum en yfir eitt hundrað lönd hafa inleitt mörg ákvæði samningsins í lög. Jafnframt eru tekin dæmi um slík lagaákvæði í nokkrum löndum Evrópu. Mansal hefur aukist mikið síðasta áratug í Evrópu og um það er fjallað hér og sérstaklega tekin dæmi frá Eystrasaltslöndunum. Tekin eru dæmi um hin ýmsu afbrigði mansals eins og barnamansal, nauðungarvinnu og kynlífsþrælkun og dregin upp mynd af því hvernig það kemur fram og á hvern hátt barist er gegn því. Að l...