Foreldrar fyrirbura eru gjarnan óöruggir í foreldrahlutverkinu og við umönnun fyrirburans. Vegna sérstöðu fyrirburans, sem er mikil umfram fullburða nýbura, þurfa foreldrar góða eftirfylgd og þjónustu eftir útskrift af nýburagjörgæslu. Tilgangurinn með þessari fræðilegu úttekt er að skoða rannsóknir sem birtar hafa verið á hjúkrunarþjónustu sem veitt er fyrirburum og fjölskyldum þeirra eftir útskrift af nýburagjörgæslu. Rannsóknirnar sem greindar voru leiddu í ljós að þjónusta sem veitt er þessum hópi eru aðallega góð fræðsla fyrir útskrift, göngudeildarþjónusta, heimavitjanir og símtöl. Erfitt er þó að skera úr um hvort ein þjónusta beri meiri árangur en önnur þar sem rannsóknir einblína ekki aðeins á eina þjónustu heldur skoða þær samþæt...