Hreppamyndunin liggur á milli Vestur- og Austurgosbeltisins og rétt norðan við Suðurlandsbrotabeltið sem tengir rekbeltin. Í mynduninni eru tvær kulnaðar meigineldstöðvar og önnur þeirra er Þjórsársdalseldstöðin sem var virk fyrir 1.6-2 milljónum árum. Eldstöðin var krýnd 6-8 km breiðri öskju og er mikið rofin af ísaldarjöklinum. Jarðlagasnið í Grjótárgljúfri, sem ganga upp í gegnum vestur barm öskjunnar sýna að staflinn samanstendur af basískum, ísúrum og súrum hraunlögum í bland við gjóskuríkt set sem ber ummerki öflugra basalt og rýólít sprengigosa. Bergfræðiathuganir sýna að kvikurnar sem mynduðu jarðlagasyrpuna í Grjótárgljúfri tilheyra milliröðinni og að þær voru samstofna. Að þessu leiti svipar gosbergi Þjórsárdalseldstöðvarinnar mes...