Árangur þvagblöðrubrottnáms vegna krabbmeins í þvagblöðru á Íslandi árin 2003-2013

  • Oddur Björnsson 1991-
Publication date
June 2014

Abstract

Inngangur: Þvagblöðrubrottnám er kjörmeðferð við vöðvaífarandi krabbameini í þvagblöðru. Aðgerðin er umfangsmikil og fylgikvillar því algengir. Markmið rannsóknarinnar var að kanna afdrif sjúklinga sem fóru í aðgerðina, fylgikvilla og koma á fót framvirkri skráningu hjá einstaklingum sem fara í slíka aðgerð á LSH. Efni og aðferðir: Rannsóknin var afturskyggn og tók til allra sjúklinga sem gengust undir þvagblöðrubrottnám vegna krabbameins í þvagblöðru á LSH og FSA á árunum 2003-2013. Upplýsingar fengust úr sjúkraskrám sjúklinga og Dánarmeinaskrá Landlæknisembættis. Fylgikvillar voru flokkaðir samkvæmt Clavien-Dindo flokkunarkerfinu. Endurkoma krabbameins og lifun var einungis skoðuð hjá þeim sjúklingum sem voru með breytiþekjukrabbamein. ...

Extracted data

We use cookies to provide a better user experience.