Verkefnið er opið nemendum og starfsfólki Háskólans á AkureyriÞessi ritgerð er unnin sem lokaverkefni til B.Ed.- prófs á grunnskólabraut kennaradeildar við Háskólann á Akureyri vorið 2005. Við höfðum leitast við að varpa ljósi á það hvernig börn upplifa ásvinamissi af völdum dauðsfalla með hliðsjón af því hvernig hægt er að styðja við bakið á börnum sem takast á við sorg. Í fyrrihluta ritgerðarinnar skyggnumst við inn í það hvernig sorgarferlið er almennt. Einnig fjöllum við um sorg barna og skilning þeirra á dauðanum. Við fjöllum um þau tengsl sem börn mynda við sína nánustu á fyrstu æviárum sínum þar sem þessi tengsl hafa áhrif á tengslamyndun þeirra í framtíðinni. Þá er gerð grein fyrir því hvernig börn upplifa sorg með hliðsjón af aldri...