Í ritgerðarsafninu Metamodernism: Historicity, Affect, and Depth after Postmodernism reyna fræðimennirnir Robin Van Den Akker, Alison Gibbons og Timotheus Vermeulen að lýsa hinu listræna andrúmslofti sem einkennir verk samtímalistamanna í dag. Listkerfi póst-módernismans getur ekki lengur útskýrt ýmiskonar listrænar tilhneigingar sem birtast okkur aftur og aftur og kalla ritgerðarsmiðirnir eftir nýju tungumáli sem þeir vilja nefna metamódernisma. Útfrá þeim stíleinkennum sem ritgerðirnar útlista mun ég skoða verk íslenska samtímalistamannsins Ragnars Kjartanssonar og athuga hvort hægt sé að flokka þau sem metamódernísk en Ragnar hefur verið nefndur sem einn af höfuðlistamönnum stefnunnar. Ég mun skoða tvö verk náið með kenningarnar í huga e...