Aðgangur kvenna með þroskahömlun, sem orðið hafa fyrir kynferðisofbeldi, að réttinum í ljósi 13. gr. samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks

  • Ingibjörg Albertsdóttir 1990-
Publication date
May 2017

Abstract

Yfir milljarður einstaklinga í heiminum býr við fötlun og myndar þar með einn stærsta og jafnframt verst setta minnihlutahópinn. Fatlað fólk þarf oft að þola hindranir á lífsgæðum sínum vegna fötlunar sinnar en þær geta verið margvíslegar. Ekki hefur tekist að ná sátt um inntak og eðli hugtaksins mannréttindi en í alþjóðasamfélaginu hefur þó verið fallist á tilteknar meginreglur sem ríkjum beri virða. Allir eiga jafnan rétt til mannréttinda án mismununar. Á alþjóðlegum vettvangi hafa verið gerðir samningar sem kveða sérstaklega á um mannréttindi einstaklinga. Slíkir samningar kunna að mæla fyrir um skyldur ríkja til að viðhafa tiltekna háttsemi eða að láta af háttsemi, í því skyni að stuðla að og vernda mannréttindi og mannfrelsi einstakl...

Extracted data

We use cookies to provide a better user experience.