Millistjórnendur í stefnumótun: Helstu viðfangsefni millistjórnenda í Arion banka og aðkoma þeirra að stefnumótun fyrirtækisins

  • Rannveig Gauja Guðbjartsdóttir 1992-
Publication date
June 2017

Abstract

Markmið þessarar rannsóknar er að varpa ljósi inn í reynsluheim millistjórnenda Arion banka. Í þeim tilgangi voru meginviðfangsefni þeirra og aðkoma að stefnumótun fyrirtækisins skoðuð. Fyrri rannsóknir hafa sýnt að meginviðfangsefni millistjórnenda eru mjög fjölbreytt og krefjandi. Hlutverk þeirra hefur breyst undanfarið og þátttaka þeirra í stefnumótun aukist til muna. Tekin voru eigindleg viðtöl við fimm millistjórnendur, fjórar konur og einn karl, innan Arion banka í þeim tilgangi að öðlast skilning á þeirra upplifun á viðfangsefninu. Niðurstöður benda til þess að viðfangsefni millistjórnenda séu umfangsmikil og flókin. Í daglegum störfum sínum standa millistjórnendur frammi fyrir margs konar áskorunum og þar má helst nefna sta...

Extracted data

We use cookies to provide a better user experience.