Healthy probiotics drinks with fibers. Product development

  • Berglind Heiður Andrésdóttir 1980-
Publication date
December 2014

Abstract

Vinsældir markfæðis (functional food) hafa verið að aukast með hverju ári á heimsvísu og eru matvæli og drykkir með bætibakteríum (probiotics) með þeim vinsælustu. Á síðustu árum hafa matvælafyrirtæki víða um heim hafið framleiðslu á drykkjum með bætibakteríum sem eru án mjólkur en á Íslandi er enga slíka framleiðslu að finna og einungis er hægt að fá mjólkurvörur með bætibakteríum enn sem komið er. Fjölmargar rannsóknir hafa verið birtar síðustu árin sem sýna gagnsemi bætibaktería á heilsu manna. Með nýrri tækni hafa fyrirtæki náð að þróa sterkari stofna bætibaktería sem lifa betur í öðrum matvælum en mjólkurvörum. Markmið verkefnisins var að þróa frískandi og heilsusamlega drykki með bætibakteríum og trefjum sem hentar öllum aldurshópu...

Extracted data

We use cookies to provide a better user experience.