Í þessari ritgerð er fjallað um sérfræðiábyrgð endurskoðenda vegna áritunar þeirra á ársreikninga fjármálafyrirtækja. Í öðrum kafla er stutt umfjöllun um ársreikninga, um það hvað felst í endurskoðun á þeim og helstu reglur sem um hana gilda. Ritgerðin er takmörkuð við það starf endurskoðenda að endurskoða ársreikninga, sem er þeirra mikilvægasta hlutverk. Samkvæmt 48. gr. laga nr. 75/2010 er þeim óheimilt að sinna öðrum störfum fyrir fjármálafyrirtæki. Í þriðja kafla er fjallað um bótagrundvöll skaðabótaábyrgðar endurskoðenda, það er sakarregluna. Þar er hvert skilyrði sakarreglunar tekið fyrir, en þau þurfa öll að vera uppfyllt svo hægt sé að dæma tjónvald bótaábyrgan. Í fjórða kafla er fjallað um meginefni ritgerðarinnar, sérfræðiáby...