Í þessari ritgerð er svítan Années de Pélerinage, Troisiéme année eftir Franz Liszt tekin til umfjöllunar og verður leitast við að sjá hvernig hún endurspeglar líf og aðstæður tónskáldsins síðustu æviár þess. Sem píanisti hef ég spilað og kynnt mér mörg af hans þekktustu verkum og þóttist þekkja til tónsmíða hans nokkuð vel. Þegar ég kynntist svítunni þá kom hún mér samt í algerlega opna skjöldu. Svítan er sérstaklega framúrstefnuleg miðað við tónverk þess tíma og af allt öðrum heimi en hans þekktustu verk sem eru flest samin á hans yngri árum. Hún er mjög gott dæmi um verk sem gengur gegn viðteknum hefðum, líkt og flest verk tónskáldsins frá hans síðari árum. Í ritgerðinni verður gerð grein fyrir þessum verkum og hvað það er sem gerir þau...