Rafmeðferðir: lækning eða pynding fyrir sjúklinga með þunglyndi

  • Linda Rós Rögnvaldsdóttir
  • Þórdís Gísladóttir
Publication date
July 2009

Abstract

Sögu rafmeðferða má rekja aftur til ársins 1938 þegar tveir Ítalir prófuðu sig áfram með rafmagn til að lækna sjúklinga Þar áður höfðu verið gerðar tilraunir með lyf til að framkalla flog, þar á meðal insúlín og metrazol, en þess konar lækningar voru ekki stundaðar lengi. Rafmeðferð er framkvæmd með tveimur rafskautum sem sett eru á höfuðkúpuna þar sem straumur er sendur í gegnum heilann í því skyni að núllstilla heilastöðvar í bataskyni fyrir sjúklinga, án þess þó að nokkurn tímann hafi verið vitað nákvæmlega hvað það er sem gerist þegar henni er beitt. Í upphafi var meðferðin aðeins gefin geðklofasjúklingum en þá voru sjúklingarnir vakandi og fengu engin lyf til að þola hana betur. Rafmeðferðir hafa verið umdeildar allt frá fyrstu tíð og ...

Extracted data

We use cookies to provide a better user experience.