Lifun sjúklinga með non-Hodgkin's eitilfrumukrabbamein: Lýðgrunduð rannsókn

  • Bjarni Rúnar Jónasson 1991-
Publication date
May 2016

Abstract

Inngangur: Non-Hodgkin's eitilfrumukrabbamein (e. non-Hodgkin's lymphoma; NHL) er flokkur margra mismunandi tegunda eitilfrumukrabbameina. Í Svíþjóð er NHL um 3% af öllum greindum krabbameinum árlega. Horfur eru mismunandi eftir tegund, gráðu og stigun meinsins en í heildina er 5 ára hlutfallsleg lifun (HL) um 70%. Meðferðin er einnig mismunandi eftir fyrrgreindum þáttu og getur verið allt frá eftirliti og yfir í sterka krabbameins- og stofnfrumumeðferð. Algeng lyfjameðferð fyrir mið-til hágráðu NHL er geislameðferð og R-CHOP (rituximab, cyclophosamide, doxorubicin, vincristine og prednisone) fyrir B-frumu eitilfrumukrabbamein en án rituximab fyrir T-frumu eitilfrumukrabbamein. Efni og aðferðir: Rannsóknin er lýðgrunduð ferilrannsókn. ...

Extracted data

We use cookies to provide a better user experience.