Rannsókn á skuldaerfiðleikum ungs fólks á aldrinum 21-30 ára sem leitaði til Ráðgjafarstofunnar um fjármál árin 2005 og 2006 var unnin í samráði við Ráðgjafarstofuna. Alls voru þetta 329 einstaklingar samanlagt bæði árin. Rannsóknargögn voru í formi útfylltra umsókna viðskiptavina Ráðgjafarstofunnar. Meirihluti viðskiptavina bjó í eigin húsnæði eða leigði húsnæði. Samhliða hækkun á fasteignum rauk verð á leigumarkaði upp en húsaleigubætur stóðu samt sem áður í stað. Húsaleigubætur hækkuðu ekki í 8 ár; frá árinu 2000 til 2008 en bæturnar eru mjög mikil búbót fyrir efnalítið fólk. Einstæðar mæður og einhleypir karlmenn voru meðal þeirra samfélagshópa sem leituðu einna mest eftir fjárhagslegri ráðgjöf en auk þess voru þessir tveir hópa...