Undantekningar frá meginreglunni um endurgreiðslu ofgreidds fjár

  • Steindór Dan Jensen 1987-
Publication date
August 2011

Abstract

Öllum kröfuréttindum er í upphafi ætlað það hlutverk að greiðsla sú, sem þau mæla fyrir um, fari fram. Þannig miðast eðlileg lok kröfuréttinda við það tímamark þegar greiðsla þessi er innt af hendi, það er þegar skuldari greiðir kröfu sína í hendur kröfuhafa. Á þessu kunna þó að verða ýmiss konar misbrestir, sem geta t.a.m. leitt til þess að krafan teljist vanefnd og kröfuréttindunum þar með ekki lokið í skilningi fræðanna. Ólík þessu er sú gerð „gallaðrar“ greiðslu, sem felst í því að skuldari greiðir kröfuhafa meira en efni standa til og er þá talað um ofgreiðslu. Algengustu álitaefnin varðandi ofgreiðslu snúa að því hvort upphaflegur skuldari eigi rétt á endurgreiðslu hins ofgreidda fjár eður ei. Í þessari ritgerð er rýnt í réttarheimil...

Extracted data

We use cookies to provide a better user experience.