Skáld og kirkjunnar þjónn: Um Stefán Ólafsson skáld og prest í Vallanesi í ljósi barokks

  • Þorgeir Albert Elíesersson 1979-
Publication date
September 2018

Abstract

Í ritgerð þessari verður fjallað um prestinn og skáldið Stefán Ólafsson í Vallanesi á Völlum. Rannsóknartímabilið er frá 1618 til 1688. Ritgerðin skiptist í þrjá megin kafla og í nokkra undirkafla. Í fyrsta kafla ritgerðarinnar verður fjallað um fyrri hluta ævi Stefáns, þ.e. fæðingu hans, menntun í latínuskólanum í Skálholti og menntun hans og fræðistörf í Kaupmannahafnarháskóla. Fjallað verður sérstaklega um samskipti hans við Brynjólf Sveinsson biskup í Skálholti og Ole Worm. Í öðrum kafla ritgerðarinnar verður fjallað um síðari hluta ævi Stefáns, þ.e.a.s. þegar hann kemur heim frá Kaupmannahöfn og fær prestvígslu. Fjallað verður um veru hans í Vallanesi, fjölskyldu hans, veikindi og andlát. Í þriðja kafla ritgerðarinnar og þeim síðas...

Extracted data

We use cookies to provide a better user experience.