Greining, meðferð og horfur sjúklinga með krabbamein eða meinvörp í lifur, gallgöngum eða gallblöðru 2013-2017

  • Rakel Hekla Sigurðardóttir 1995-
Publication date
May 2019

Abstract

Inngangur: Krabbamein í lifur og gallgangakerfi, þar með talið gallblöðru, eru illvígir sjúkdómar sem hafa slæmar horfur. Krabbamein í lifur eru sjötta algengasta tegund krabbameina á heimsvísu en þau eru mun sjaldgæfari á Íslandi vegna lægri tíðni helstu áhættuþátta. Þó hefur verið leitt að því líkum að nýgengi þeirra muni fara vaxandi vegna aukinnar tíðni lífsstílssjúkdóma. Lifrarfrumukrabbamein (e. hepatocellular carcinoma, HCC) eru um 70-85% allra krabbameina sem eiga uppruna í lifur. Gallgangakrabbamein (e. cholangiocarcinoma, CCA) eiga uppruna sinn frá gallgangafrumum en þeim má skipta eftir staðsetningu í þrjá flokka intrahepatic (iCCA), perihilar (pCCA) og distal (dCCA) en þau eru sjaldgæf. Gallblöðrukrabbamein hafa yfirleitt slæmar...

Extracted data

We use cookies to provide a better user experience.