Raforkunotkun Öskju. Aukin rekstrarhagkvæmni

  • Tómas Björn Guðmundsson 1988-
Publication date
October 2013

Abstract

Í þessu verkefni er raforkunotkun í Ösku, náttúrufræðihúsi Háskóla Íslands, skoðuð með það að leiðarljósi að ná fram rekstrarhagkvæmni. Verkefnið er þrískipt og eiga allir þættir að stuðla að stöðugri og minni rafmagnsnotkun án þess að koma niður á starfsemi skólans. Í fyrsta lagi er rafmagnsnotkun byggingarinnar greind og kortlögð, í þeim tilgangi að greina áhrifaþætti hárrar rafmagnsnotkunnar og leggja fram tillögur um hvernig megi lækka þá. Í öðru lagi er spálíkan gert til þess að spá fyrir um rafmagnsnotkun og viðvörunarkerfi útfært til að skapa svigrúm til athafna, stefni í háan orkutopp. Í þriðja lagi er myndræn tillaga sett fram að endurgjöf upplýsinga í rauntíma, til nemenda og starfsfólks Háskóla Íslands, til að auka raforkuvitund....

Extracted data

We use cookies to provide a better user experience.