FræðigreinHugtakið vinnustaðamenning hefur verið mikið til umræðu síðustu áratugi innan stjórnunar- og skipulagsfræða. Hugtakið er flókið og erfitt er að henda reiður á því. Í þessari grein er gerð ítarleg grein fyrir hugtakinu og greint frá mörgum ólíkum skilgreiningum þess. Fjallað er um íslenskar rannsóknir á vinnustaðamenningu og helstu einkenni íslensks stjórnunarstíls. Sérstökum sjónum er beint að megineinkennum vinnustaðamenning íslenskra skipulagsheilda. Stuðst er við aðferð Denison til að varpa ljósi á íslenska vinnustaðamenningu. Ýmislegt bendir til að íslenskar skipulagsheildir eigi margt sameiginlegt þegar kemur að vinnu staðamenning, að hægt sé að benda á sameiginleg megineinkenni í vinnustaðamenningu hérlendis. Helstu niðurst...