Ritgerð þessi er lokaverkefni okkar til BA-gráðu í Félags- og atvinnulífsfræði við Háskóla Íslands. Fjallað verður um velferðarkerfin og hvernig þau eru ólík eftir samfélögum. Borin verða saman velferðarkerfin á Íslandi, Bandaríkjunum og Skandinavíu. Við munum skoða hvernig þessi ólíku velferðarkerfi taka á afbrotum, meðal annars með því að skoða hvernig þau beita refsingum á afbrotamenn. Við munum aðallega skoða refsingar við efnahagsbrotum, sem oft eru kölluð hvítflibbabrot. Leitast verður við að skoða hvernig efnahagskreppan, í upphafi 21. aldarinnar hér á landi, hafði áhrif á afbrotatíðni og þá sérstaklega aukningu hinna svokölluðu hvítflibbabrota. Velferðakerfi Bandaríkjanna og Norðurlandanna eru ólík og endurspeglast það meðal annars...