Matur er manns gaman: Sögur af matarboðum

  • Berglind Mari Valdemarsdóttir 1981-
Publication date
May 2010

Abstract

Eftirfarandi ritgerð fjallar um matarboð, nánar tiltekið kvöldmatarboð. Athöfnin að borða saman þjónar bæði næringarfræðilegum og félagslegum tilgangi. Eftirminnilegar stundir í lífi fólks eru oft á tíðum tengdar mat og matarboðum. Hér verður varpað ljósi á hvers konar athöfn kvöldmatarboð eru, hvað fólk tjáir með mat og matarhefðum þeim tengdum. Í því skyni voru tekin viðtöl við átta viðmælendur sem sögðu sögur af kvöldmatarboðum. Í kjölfar hnattvæðingar hefur framboð á matvörum, uppskriftum og hugmyndum aukist gífurlega á undanförnum árum. Umræðan um hnattvæðingu hefur oft verið á neikvæðum nótum. Helsta gagnrýnin hefur beinst að því að sérkenni þjóða og hópa muni verða hnattvæðingunni að bráð og þannig muni menningarleg einsleitni auka...

Extracted data

We use cookies to provide a better user experience.