Markmið þessarar greinar er að skoða hvort efnahagssveiflur hafi áhrif á skipulagsform (skipurit) íslenskra fyrirtækja. Bornar eru saman kannanir höfunda frá árinu 2007 og árið 2016 og greint hvort efnahagssveiflur hafi haft áhrif á skipulagsform viðkomandi fyritækja. Spurt var í síðari könnuninni hvort einhverjar skipulagsbreytingar hefðu orðið á undanförnum fimm árum, eða til ársins 2011, áður en uppsveifla hófst að nýju í íslensku efnahagslífi. Greinin byggir á niðurstöðum netkannana sem framkvæmdar voru af Rannsóknar- og þróunarmiðstöð Háskólans á Akureyri árið 2007 og af Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands árið 2016. Svör bárust frá stjórnendum 222 fyrirtækja árið 2007 og stjórnendum 120 fyrirtækja árið 2016. Svarhlutfall var því 46,15...