Skjalastjórnun er einn þeirra stjórnunarþátta sem stuðla að skipulegri stjórnun fyrirtækja og stofnana þannig að starfsemin sé rekin á hagkvæman og ábyrgan hátt. Án skjalastjórnunar er hætta á að skjöl glatist og eyður myndist í rekstrarsamfellu fyrirtækisins. Þá styður skjalastjórnun við stjórnun áhættu með tilliti til upplýsingaöryggis, veitir frumkvæði í gæðaog umhverfismálum, gerir auðveldara að mæta kröfum löggjafar og reglugerða, óskum viðskiptavina og þörfum starfsfólks. Aukin hætta er á að skjöl rati í rangar hendur eða eyðileggist sé kerfisbundin skjalastjórnun ekki fyrir hendi auk þess sem hún stuðlar að gegnsæi og rekjanleika í rekstrinum. Á síðustu árum hefur mikið verið hugað að stjórnun rafrænna skjala innan stofnana o...